Það voru breskir og egypskir fornleifafræðingar sem fundu gröfina á vesturbakka Nílar þar sem Dalur drottninganna og Dalur kónganna eru.
Mostafa Waziri, forstjóri egypska fornminjaráðsins, sagði að miðað við fyrstu munina sem fundust í gröfinni þá sé hægt að ætla að gröfin sé frá tíma faraóanna Akhenaton og Tutankhamum.
Piers Litherland, hjá Cambridgeháskóla, stýrir starfi bresku fornleifafræðinganna á svæðinu. Hann segir að gröfin sé hugsanlega gröf konungborinnar konu af ætt Thutmosid.
Gröfin er sögð í slæmu ásigkomulagi að innanverðu. Áletranir á veggjum hafa eyðilagst í flóðum sem jafnframt hafa fyllt grafhvelfinguna með sandi og kalksteini.