fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Fundu 3.500 ára gamla gröf við Níl

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 21. janúar 2023 10:30

Það eru margar magnaðar fornminjar í Egyptalandi. Mynd:Ministry of Tourism and Antiquities

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Egypsk yfirvöld skýrðu frá því nýlega að gröf, sem fannst við Luxor, sé um 3.500 ára gömul. Fornleifafræðingar telja að í henni séu jarðneskar leifar konungborinnar manneskju.

Það voru breskir og egypskir fornleifafræðingar sem fundu gröfina á vesturbakka Nílar þar sem Dalur drottninganna og Dalur kónganna eru.

Mostafa Waziri, forstjóri egypska fornminjaráðsins, sagði að miðað við fyrstu munina sem fundust í gröfinni þá sé hægt að ætla að gröfin sé frá tíma faraóanna Akhenaton og Tutankhamum.

Piers Litherland, hjá Cambridgeháskóla, stýrir starfi bresku fornleifafræðinganna á svæðinu. Hann segir að gröfin sé hugsanlega gröf konungborinnar konu af ætt Thutmosid.

Gröfin er sögð í slæmu ásigkomulagi að innanverðu. Áletranir á veggjum hafa eyðilagst í flóðum sem jafnframt hafa fyllt grafhvelfinguna með sandi og kalksteini.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu