fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Eyjan

Donald Trump lagði til að kjarnorkusprengjum yrði beitt gegn Norður-Kóreu og öðru ríki kennt um

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 21. janúar 2023 11:30

Donald Trump. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump lagði til árið 2017 að kjarnorkuvopnum yrði beitt gegn Norður-Kóreu og að Bandaríkin myndu kenna öðru ríki um árásina.

Þetta kemur fram í viðbót við bókina „Donald Trump V. The United States“ eftir Michael Schmidt. Bókin kom út haustið 2020 en ný útgáfa með viðbót er væntanleg á næstu dögum. Í eftirmála hennar skýrir Schmidt frá þessari hugmynd Trump. Sky News skýrir frá þessu.

Á fyrsta ári Trump í Hvíta húsinu stóð hann í orðaskaki við Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu, og hafði ítrekað í hótunum við hann. Þegar Trump ávarpaði allsherjarþing SÞ sagði hann að Bandaríkin myndu gjöreyða Norður-Kóreu og kallaði Kim Jong-un „litla eldflaugamanninn“.

John Kelly, þáverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, er sagður hafa haft miklu meiri áhyggjur af ummælum Trump í einkasamtölum en opinberlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu