Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Oxfam samtökunum sem berjast gegn ójöfnuði í heiminum.
Lars Koch, framkvæmdastjóri hjá samtökunum, sagði i samtali við Ekstra Bladet að í þeirri krísu sem hefur varað í þrjú ár vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og nú verðbólgu hafi auður hinna allra ríkustu vaxið mjög mikið.
Hann benti einnig á að í fyrsta sinn í 25 ár hafi þeim fjölgað sem lifa í mjög mikilli örbirgð.
„Það er gríðarlega mikill ójöfnuður í deilingu auðæfanna og það hefur að sjálfsögðu áhrif og við sjáum vaxandi fátækt og ójöfnuð,“ sagði Koch.
Skýrsla Oxfam er byggð á auðlegðarskýrslu Credit Suisse sem byggir á tölum frá því í desember 2021.