fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Jacinda Ardern segir af sér embætti forsætisráðherra

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. janúar 2023 09:00

Jacinda Ardern

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, tilkynnti í gærkvöldi að hún muni segja af sér embætti í febrúar. Hún segist hafa tekið ákvörðun um að bjóða sig ekki fram í þingkosningunum í október og því muni hún láta af embætti forsætisráðherra á næstunni.

BBC segir að hún hafi sagt að hún hafi einfaldlega ekki orku til að halda áfram í stjórnmálum. „Stjórnmálamenn eru manneskjur. Það er kominn tími á þetta hjá mér,“ sagði hún.

„Ég vonaðist til að ég myndi finna það sem ég þarf til að geta haldið áfram en það hef ég því miður ekki og ég myndi gera Nýja-Sjálandi bjarnargreiða með að halda áfram,“ sagði hún.

Hún er þingmaður Labour. Flokksmenn munu kjósa sér nýjan formann á sunnudaginn.

Ardern sagðist ekki hafa neinar áætlanir um hvað hún muni nú taka sér fyrir hendur en hún mun sitja á þingi þar til í apríl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu