Chelsea hefur staðfest komu vængmannsins Mykhailo Mudryk frá úkraínska félaginu Shakhtar Donetsk.
Mudrydk skrifar undir rúmlega átta ára samning við Chelsea en hann var lengi á óskalista Arsenal.
Margir hafa velt því fyrir sér hvort Mudryk geti spilað með Chelsea í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar.
Mudryk er löglegur fyrir Chelsea í 16-liða úrslitum er liðið spilar við Borussioa Dortmund.
Mudryk hefur nú þegar spilað með Shakhtar í Meistaradeildinni en fyrir nokkrum árum breyttust reglur UEFA.
Um tíma mátti leikmaður aðeins spila fyrir eitt félag í Evrópukeppnum en Chelsea getur skráð inn nýja leikmenn eftir að riðlakeppninni lauk.