Samkvæmt tölulegum gögnum frá lögreglunni voru fleiri nauðganir tilkynntar á síðasta ári miðað við síðustu þrjú árin þar á undan, en þó var tilkynntur fjöldi kynferðisbrota gegn börnum nánast óbreyttur.
Að jafnaði var tilkynnt um 22 nauðganir á mánuði til lögreglu en heildarfjöldi tilkynntra kynferðisbrota á síðasta ári var svipaður og meðaltal síðustu þriggja ára þar á undan.
Tilkynnt kynferðisbrot árið 2022 voru 634 talsins, sem er svipað meðaltal og síðustu þrjú ár þar á undan. Í tilkynningu lögreglu segir:
„Lögreglan skráir bæði hvenær kynferðisbrotið átti sér stað og hvenær það var tilkynnt til lögreglu þar sem í hluta mála líður langur tími frá því að brot á sé stað og þar til það er tilkynnt til lögreglu. Í fyrra var þannig tilkynnt um 262 nauðganir til lögreglu, og þar af 184 sem áttu sér stað á árinu. Frá 2010 hefur aðeins einu sinni verið tilkynnt um fleiri nauðganir til lögreglu en árið 2022. Var það árið 2018 þegar tilkynnt var um 270 nauðganir, þar af 218 sem áttu sér stað það ár.
Skráðum brotum hjá lögreglu um kynferðisbrot gegn börnum sem áttu sér stað árið 2022 fækkaði um helming, samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára og voru þau 52 talsins. Alls var tilkynnt um 114 kynferðisbrot gegn börnum, og samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára var fjöldi tilkynntra mála svipaður.“
Stafrænum brotum hefur svo fjölgað en á síðasta ári voru tilkynnt 79 brot gegn kynferðislegri friðhelgi, þar af 59 sem áttu sér stað 2022. Það er rúmlega helmingsaukning frá árinu 2021 þegar slík brot voru gerð að lögum. Í flestum tilvikum vörðuðu málin myndefni sem var dreift eða birt í afmörkuðum hópi, eða 40%, næst flest brot vörðuðu að myndefni hafi verið útbúið eða aflað, eða 27%,