fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Hrottalegur glæpur unglings – Stakk mann í hjartað fyrir að skipta sér að honum og vinum hans

Pressan
Miðvikudaginn 18. janúar 2023 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tölvunarfræðingurinn Ian Kirwan var 53 ára þegar hann lét lífið í mars á síðasta ári eftir að hafa afskipti af hóp unglinga sem voru með dólgslæti í sjoppu nærri heimili hans. Drengurinn sem stakk hann var í dag sakfelldur fyrir manndráp. 

Ian hafði aðeins skroppið að heiman til að kaupa ljósarofa, en kom við í nálægri sjoppu til að fara á klósettið.

Þegar hann var kominn í búðina veitti hann hóp grímuklæddra ungra drengja athygli sem voru með læti inn á salerninu. Eftir að hann vék sér að hópnum og spurði þá hvers vegna þeir væru að láta svona var hann stunginn í hjartað.

Það var 14 ára drengur sem stakk hann, hvattur áfram af félögum sínum sem svo hröðuðu sér með honum af vettvangi eftir stunguna.

Drengurinn, sem er 15 ára í dag, hefur verið sakfelldur fyrir manndráp en félagar hans, tveir 14 ára drengir og einn 15 ára, voru fundnir sekir í ofbeldisfullar óspektir.

Saksóknari í málinu benti á að allur hópurinn hafi verið einarður í ákvörðun sinni um að valda Ian alvarlegum skaða þegar þeir gripu til þess að draga upp eggvopn. Þess vegna taldi ákæruvaldið að allir drengirnir væru jafn sekir þó að aðeins einn þeirra hefði veitt banameinið.

Þar sem Ian lá á jörðinni, með alvarlegt stungusár og lífið að fjara út, fór konu hans að gruna að ekki væri allt með felldu. Hún reyndi að hringja í mann sinn á korters fresti án árangurs. Hún hélt þó áfram allt þar til lögreglan bankaði upp á hjá henni og greindi henni frá því að maður hennar væri látinn.

Daginn eftir kom móðir upp á lögreglustöð, með fjórtán ára dreng sinn með sér, en hann hafði játað á sig morðið við hana.

Drengurinn hélt því fram að hann hefði aðeins ætlað að slá í Ian, en óvart gleymt því að hann væri. með hníf í höndunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu