fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Titringur í PLAY – Segja flugliða óánægða með laun og hafa gripið til uppsagna

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. janúar 2023 11:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkur fjöldi flugliða flugfélagsins PLAY hafa sagt upp starfi sínu á síðustu 4-5 mánuðum. Fjöldinn er þó ekki umfram starfsmannaveltu hjá stóru fyrirtæki. Þetta kemur fram í svari PLAY við fyrirspurn Fréttablaðsins en blaðið greinir í dag frá mikilli óánægju meðal flugfreyja og flugþjóna hjá flugfélaginu. Samkvæmt núverandi og fyrrverandi flugliðum sem Fréttablaðið hefur verið í sambandi við eru starfsmenn PLAY óánægðir með launin sín en þau eru að þeirra sögn ekki í samræmi við álagið sem fylgir starfinu.

„Við erum búin að vera að fljúga rosalega mikið og það er mikið keyrt á okkur en það er ekki að skila sér í launatékkann,“ segir ónefndur flugþjónn í samtali við Fréttablaðið um málið. Flugfreyja sem ræddi við blaðið, sem hefur sjálf sagt upp, segist búast við að fleiri eigi eftir að hætta um næstu mánaðamót. Þá segist Fréttablaðið hafa fengið að sjá útborguð laun hjá flugfreyju nokkurri en þau voru einungis um 289 þúsund krónur.

Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri PLAY, segir þó í svari sínu að enginn fái einungis 289 þúsund krónur. Hún útskýrir að flugliðar fá þrjá launaseðla um hver mánaðamót og telur að Fréttablaðið hafi aðeins fengið að sjá einn þeirra. Þá segir hún ekki óeðlilegt að það sé starfsmannavelta á „svona stórum og vaxandi“ vinnustað en um 350 manns vinna í dag hjá flugfélaginu.

„Nokkrir flugliðar hafa vissulega sagt starfi sínu lausu á síðustu vikum. Þeir flugliðar gáfu upp ýmsar ástæður, til dæmis eru sumir á leið í nám, aðrir sem ákváðu að hverfa til annarra starfa og svo þeir sem eru að hefja störf hjá öðrum flugfélögum,“ segir Nadine svo til að útskýra uppsagnir flugliðanna.

Þá segir hún að PLAY telji að kjörin sem félagið býður starfsfólki sínu séu fullkomlega samkeppnishæf við það sem gerist á markaðnum.

„Starfsfólk PLAY er frábært og hefur staðið sig mjög vel og við reynum svo sannarlega að sjá til þess að PLAY sé góður og eftirsóttur vinnustaður en vissulega verður hver einstaklingur að vega það og meta hvort að vinnustaðurinn og þau kjör sem bjóðast, og eru ljós við ráðningu, henti hverjum og einum.

Nánar er fjallað um málið á vef Fréttablaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Í gær

Valkyrjurnar halda ótrauðar áfram

Valkyrjurnar halda ótrauðar áfram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu