Thomas Tuchel fyrrum stjóri Chelsea er sagður hafa áhuga á því að taka við Tottenham, losni starfið þar. Ensk blöð segja frá þessu.
Auknar líkur eru taldar á því að Antonio Conte hætti sem stjóri Tottenham þegar samningur hans er á enda í sumar.
Gengi Tottenham undanfarnar vikur hefur valdið áhyggjum og Conte er ekki þekktur fyrir mikla þolinmæði.
Tuchel var rekinn frá Chelsea á þessu tímabili en Conte hefur líkt og Tuchel verið stjóri Chelsea.
Tuchel leitar sér að nýju starfi þessi dagana og hefur verið orðaður við ansi mörg störf en nú gæti starfið hjá Tottenham opnast.