Sara Björk Gunnarsdóttir vakti heimsathygli í gær fyrir pistil sinn um þá staðreynd að Lyon reyndi að stela laununum hennar.
Lyon neitaði að borga Söru Björk laun á meðan hún var ófrísk en þessi magnaða knattspyrnukona eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember árið 2021. „Ef Sara fer til FIFA með þetta þá á hún enga framtíð hjá Lyon,“ voru hótanir sem Lyon beitti þegar umboðsmaður Söru reyndi að fá launin hennar.
Sara segir frá því í pilstinum að henni hafi brugðið þegar launin hennar áttu að koma en franska liðið borgaði eins brot af þeim.
„Ég vil vera viss um að enginn þurfi að ganga í gegnum það sama og ég aftur. Ég vil að Lyon viti að þetta er ekki í lagi. Þetta snerist ekki aðeins um viðskipti Þetta snýst um réttindi mín sem starfsmanns, konu og manneskju“ segir Sara.
Nú hefur svo komið fram að Sara fékk aðeins rúmar 27 þúsund evrur greiddar frá Lyon á meðan hún gekk með barn sitt. Hún fór með málið til FIFA sem dæmdi henni í hag og franska liðið þurfti að gera upp við hana.
Samkvæmt samningi hennar hefði Lyon hins vegar átt að greiða henni rúmar 109 þúsund evrur. Franska félagið hefur svo nú verið dæmt til að greiða henni skuldina sem er 82 þúsund evrur.
Sara hefur því fengið 12 milljónirnar sem hún átti inni hjá franska félaginu en málið er afar fordæmisgefandi í heimi kvennafótboltans.
💵Lyon was supposed to pay Sara Björk Gunnarsdottir
€109,522.21 during her pregnancy. But only ended up paying €27,427.39 – once she won in court they had to pay the rest her the rest of €82,094.82.— Amanda Zaza (@amandaezaza) January 17, 2023