fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Þetta er upphæðin sem Frakkarnir ætluðu að ræna af óléttri Söru Björk

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 18. janúar 2023 08:31

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Björk Gunnarsdóttir vakti heimsathygli í gær fyrir pistil sinn um þá staðreynd að Lyon reyndi að stela laununum hennar.

Lyon neitaði að borga Söru Björk laun á meðan hún var ófrísk en þessi magnaða knattspyrnukona eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember árið 2021. „Ef Sara fer til FIFA með þetta þá á hún enga framtíð hjá Lyon,“ voru hótanir sem Lyon beitti þegar umboðsmaður Söru reyndi að fá launin hennar.

Sara segir frá því í pilstinum að henni hafi brugðið þegar launin hennar áttu að koma en franska liðið borgaði eins brot af þeim.

„Ég vil vera viss um að enginn þurfi að ganga í gegnum það sama og ég aftur. Ég vil að Lyon viti að þetta er ekki í lagi. Þetta snerist ekki aðeins um viðskipti Þetta snýst um réttindi mín sem starfsmanns, konu og manneskju“ segir Sara.

Nú hefur svo komið fram að Sara fékk aðeins rúmar 27 þúsund evrur greiddar frá Lyon á meðan hún gekk með barn sitt. Hún fór með málið til FIFA sem dæmdi henni í hag og franska liðið þurfti að gera upp við hana.

Samkvæmt samningi hennar hefði Lyon hins vegar átt að greiða henni rúmar 109 þúsund evrur. Franska félagið hefur svo nú verið dæmt til að greiða henni skuldina sem er 82 þúsund evrur.

Sara hefur því fengið 12 milljónirnar sem hún átti inni hjá franska félaginu en málið er afar fordæmisgefandi í heimi kvennafótboltans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Róbert Wessman uppljóstrar því hvað hann hefur sett í KR síðustu ár – Ótrúleg upphæð

Róbert Wessman uppljóstrar því hvað hann hefur sett í KR síðustu ár – Ótrúleg upphæð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United hendir í útsölu í janúar – Hellingur af leikmönnum sem má fara

United hendir í útsölu í janúar – Hellingur af leikmönnum sem má fara
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gunnar og Gylfi í áhugaverðum störfum í Evrópu í vikunni – Gylfi verður í London í kvöld

Gunnar og Gylfi í áhugaverðum störfum í Evrópu í vikunni – Gylfi verður í London í kvöld
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hannes segist hafa „sprungið úr reiði“ er hann sá tilkynninguna

Hannes segist hafa „sprungið úr reiði“ er hann sá tilkynninguna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta er liðið sem Pogba vill ólmur fara til – Myndi hitta fyrir fyrrum liðsfélaga á Old Trafford

Þetta er liðið sem Pogba vill ólmur fara til – Myndi hitta fyrir fyrrum liðsfélaga á Old Trafford
433Sport
Í gær

Fékk óvenjulegt símtal mánuði eftir að hafa sofið hjá konunni – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara

Fékk óvenjulegt símtal mánuði eftir að hafa sofið hjá konunni – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara
433Sport
Í gær

Karius ansi óvænt orðaður við stórlið

Karius ansi óvænt orðaður við stórlið