Jadon Sancho mætti á sína fyrstu æfingu með aðalliði Manchester United í tíu vikur í gær. Kantmaðurinn hefur æft einn frá því í nóvember.
Sancho hefur upplifað mjög erfiða tíma á Old Trafford frá því að félagið keypti hann sumarið 2021. Sancho kom frá Dortmund fyrir 75 milljónir punda og gríðarlegar væntingar gerðar til hans.
Honum hefur mistekist að standa undir verðmiðanum og átt erfitt bæði líkamlega og andlega.
Erik ten Hag, stjóri United lagði því til að Sancho færi til Hollands í æfingabúðir hjá þjálfara sem hann þekkir vel.
Sancho æfði þar í nokkar vikur og hefur svo æft einn í Manchester til að koma sér í gang. Hann mætti svo á sína fyrstu æfingu í gær.
Sahco er þó ekki leikfær en United mætir Crystal Palace í kvöld. Líklegt er talið að Ten Hag komi Sancho hægt og rólega aftur inn og gæti bikarleikur um aðra helgi gegn Reading orðið fyrir valinu.