Arsenal trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með átta stiga forskot en það gæti fljótt breyst á næstu dögum og vikum.
Þannig gæti Manchester City minnkað forskotið niður í tvö stig næsta sunnudag fari svo að liðið vinni báða sína leiki og Arsenal tapi gegn Manchester United.
Arsenal hefur spilað frábæran fótbolta á þessu tímabili en stórar áskoranir bíða þeirra, tveir leikir gegn Manchester liðunum í deildinni og leikur gegn City í bikarnum.
Newcastle er svo sannarlega með í baráttunni en liðið hefur spilað ótrúlega öflugan fótbolta á þessu tímabili og virðist ekkert ætla að gefa eftir.
Hér að neðan eru fimm næstu leikir hjá liðunum sem berjast um efstu sætin eins og staðan er núna.