Mál um 800 lögreglumanna eru nú til rannsóknar hjá Lundúnalögreglunni að sögn breskra fjölmiðla. Þessar rannsóknir hófust í kjölfar þess að David Carrick, 49 ára fyrrum lögreglumaður, var ákærður fyrir 49 brot á árunum 2003 til 2020, þar á meðal eru 24 nauðganir.
„Ég er með tugi þúsunda frábærra karla og kvenna í starfi en ég er einnig með nokkur hundruð sem ættu ekki að vera hér. Því mun ég breyta,“ sagði Rowley nýlega.
Í máli Carrick er talið að hann hafi notfært sér stöðu sína til að ná stjórn yfir fórnarlömbum sínum og hafa í hótunum við þau. Lengi vel vildi engin trúa frásögn þeirra þar sem Carrcik var starfandi lögreglumaður.
43.000 manns starfa hjá Lundúnalögreglunni sem nýtur lítils trausts meðal almennings vegna fjölda hneykslismála á síðustu árum. Lögreglan hefur beðist afsökunar á að hafa ekki tekið mál Carrick til rannsóknar miklu fyrr en raun var.
Rowley var settur í embætti lögreglustjóra fyrir nokkrum mánuðum og er honum ætlað að hreinsa til innan lögregluliðsins. Eins og áður sagði eru mál um 800 lögreglumanna nú til rannsóknar og snúast þau um kynferðisbrot og heimilisofbeldi.