fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Rannsaka mál 800 lögreglumanna eftir að upp komst um samstarfsmann þeirra

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. janúar 2023 08:00

Lundúnalögreglan, Scotland Yard, rannsakar nú mál 800 lögreglumanna. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líklega verða mörg hundruð lögreglumenn reknir úr starfi hjá Lundúnalögreglunni, Scotland Yard, að sögn Mark Rowley, lögreglustjóra. Þeir munu fá sparkið vegna þess að þeir hafa gerst sekir um kynferðisbrot og/eða heimilisofbeldi.

Mál um 800 lögreglumanna eru nú til rannsóknar hjá Lundúnalögreglunni að sögn breskra fjölmiðla. Þessar rannsóknir hófust í kjölfar þess að David Carrick, 49 ára fyrrum lögreglumaður, var ákærður fyrir 49 brot á árunum 2003 til 2020, þar á meðal eru 24 nauðganir.

„Ég er með tugi þúsunda frábærra karla og kvenna í starfi en ég er einnig með nokkur hundruð sem ættu ekki að vera hér. Því mun ég breyta,“ sagði Rowley nýlega.

Í máli Carrick er talið að hann hafi notfært sér stöðu sína til að ná stjórn yfir fórnarlömbum sínum og hafa í hótunum við þau. Lengi vel vildi engin trúa frásögn þeirra þar sem Carrcik var starfandi lögreglumaður.

43.000 manns starfa hjá Lundúnalögreglunni sem nýtur lítils trausts meðal almennings vegna fjölda hneykslismála á síðustu árum. Lögreglan hefur beðist afsökunar á að hafa ekki tekið mál Carrick til rannsóknar miklu fyrr en raun var.

Rowley var settur í embætti lögreglustjóra fyrir nokkrum mánuðum og er honum ætlað að hreinsa til innan lögregluliðsins. Eins og áður sagði eru mál um 800 lögreglumanna nú til rannsóknar og snúast þau um kynferðisbrot og heimilisofbeldi.

Lögreglumaður játar fjölda nauðgana

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum