fbpx
Föstudagur 11.apríl 2025
Fréttir

Úkraínskur skriðdrekaforingi segir Rússa hafa yfirhöndina núna – „Við þurfum minnst 300 skriðdreka, núna“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. janúar 2023 07:00

Úkraínskur skriðdreki. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrýstingur fer sífellt vaxandi á Þjóðverja að gefa grænt ljós á að Leopard skriðdrekar verði sendir til Úkraínu. Úkraínski herinn hefur mikla þörf fyrir nýja og fullkomna skriðdreka miðað við það sem úkraínskur skriðdrekaforingi segir.

„Við höfum beðið mikið tjón og þetta hefur verið hræðilegt. Við höfum þörf fyrir vestræna skriðdreka til að stöðva árásir Rússa. Með fótgönguliði okkar og stuðningi þessara skriðdreka sigrum við örugglega,“ sagði skriðdrekaforinginn Danylo í samtali við BBC.

Úkraínsku hermennirnir notast við úr sér gengna sovéska T-72 skriðdreka frá áttunda áratugnum og hafa brýna þörf fyrir nútímalegri og fullkomnari vestræna skriðdreka til að geta bundið á þá kyrrstöðu sem ríkir við víglínurnar.

„Leopard, Challenger eða Abraham, allir útlendir skriðdrekar myndu koma að gagni. Við þurfum minnst 300 skriðdreka og við höfum þörf fyrir þá núna,“ sagði Bogdan, liðsmaður skriðdrekadeildar Danylo.

Fréttamenn BBC heimsóttu 24. skriðdrekadeild úkraínska herinn við austurvígstöðvarnar í Donets og þar eru hermennirnir sammála um að Rússar hafi yfirhöndina eins og er vegna betri og nútímalegri skriðdreka.

„Rússnesku skriðdrekarnir eru betri en okkar því þeir eru nútímalegri. En árangur Rússa byggist einna helst á því að þeir sækja hart fram með miklum fjölda hermanna sem æða yfir látna félaga sína,“ sagði Bogdan.

Bretar hafa tilkynnt að þeir ætli að senda Challenger skriðdreka til Úkraínu og bæði Pólverjar og Finnar vilja senda þýska Leopard 2 skriðdreka þangað en verða að fá heimild þýskra stjórnvalda til þess þar sem skriðdrekarnir eru framleiddir í Þýskalandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elín Metta komin heim
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Tveimur samningsbrotamálum gegn Íslandi vísað til EFTA-dómstólsins

Tveimur samningsbrotamálum gegn Íslandi vísað til EFTA-dómstólsins
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Arna Magnea birtir hatursfull skilaboð frá þekktum einstaklingum

Arna Magnea birtir hatursfull skilaboð frá þekktum einstaklingum
Fréttir
Í gær

Bláskógabyggð sögð skaðabótaskyld

Bláskógabyggð sögð skaðabótaskyld
Fréttir
Í gær

Kristinn svarar pistli blaðamanns: „Ég var að biðja þessar ungu konur að færa fórn“

Kristinn svarar pistli blaðamanns: „Ég var að biðja þessar ungu konur að færa fórn“
Fréttir
Í gær

Umdeildur fyrirlesari á leið til Íslands – „Einn versti zíonistinn á netinu“

Umdeildur fyrirlesari á leið til Íslands – „Einn versti zíonistinn á netinu“
Fréttir
Í gær

Skítafýla skekur Skagamenn – „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hvað þetta er ógeðsleg lykt“

Skítafýla skekur Skagamenn – „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hvað þetta er ógeðsleg lykt“