Klukkan 17.57 var tilkynnt um aðila sem hafði veist að starfsmanni bráðamóttökunnar í Fossvogi og valdið skemmdur á innanstokksmunum sjúkrahússins. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu.
Klukkan 00.57 voru ökumanni bifreiðar einnar gefin merki um að stöðva aksturinn þar sem aksturslagið var ansi rásandi þar sem hann ók í Ártúnsbrekku. Hann sinnti stöðvunarmerkjunum ekki og hófst því eftirför sem endaði í Árbæjarhverfi. Ökumaðurinn reyndist vera allsgáður. Aðspurður sagðist hann ekki hafa stöðva aksturinn því hann hefði ekki vitað að hann ætti að stöðva, þegar lögreglan gaf honum stöðvunarmerki, þar sem hann hefði ekki gert neitt af sér.
Tveir ökumenn voru handteknir í nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis. Annar reyndist aldrei hafa öðlast ökuréttindi.