Wolves 0 – 1 Liverpool
0-1 Harvey Elliott(’13)
Það var ekki boðið upp á fjörugasta leikinn í enska bikarnum í kvöld er Liverpool komst í næstu umferð.
Liverpool mætti Wolves á útivelli en það síðarnefnda hefur verið á uppleið eftir að Julen Lopetegui tók við.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, gerði átta breytingar á sínu liði eftir 3-0 tap gegn Brighton um helgina.
Eitt mark skildi liðin að í kvöld en hinn efnilegi Harvey Elliott gerði eina markið í fyrri hálfleiknum.