Wolves hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi átök á Englandi og samdi í dag við Pablo Sarabia.
Um er að ræða þrítugan sóknarsinnaðan miðjumann sem Wolves borgar rúmlega fjórar milljónir punda fyrir.
Sarabia vakti fyrst athygli hjá Getafe á sínum tíma og samdi svo við Sevilla árið 2016 en þremur árum seinna hélt hann til Frakklands.
Sarabia náði aldrei að festa sig í sessi hjá PSG og spilaði aðeins 64 deildarleiki á fjórum árum og skoraði 11 mörk.
Tímabilið 2021-2022 var Sarabia lánaður til Sporting og skoraði 15 mörk í 29 deildarleikjum.
Sarabia klæðist treyju 21 en hann á einnig að baki 26 landsleiki fyrir Spán.