Eldur kviknaði í Hamborgarabúllu Tómasar í Ofanleiti, við Verzlunarskóla Íslands, í kvöld. Í myndbandi sem DV fékk sent má sjá slökkviliðið að störfum við búlluna á meðan Verzlingar horfa á. Nemendurnir eru eflaust áhyggjufullir en nemendur skólans sækja margir í hamborgarana frá staðnum.
Að sögn viðstaddra virtist sem kviknað hefði í reykháfi upp úr eldhúsi. Sjá má eldtungur teygja sig upp úr þakinu í myndbandinu sem sjá má hér fyrir neðan. Myndbandið var tekið upp í kringum klukkan rúmlega 19 í kvöld.