Fulham er í viðræðum við umboðsmann Cedric Soares um að fá hægri bakvörðinn frá Arsenal.
Arsenal hefur gefið Fulham leyfi til þess að ræða við bakvörðinn sem á 18 mánuði eftir af samningi sínum við Arsenal.
Cedric sem kemur frá Portúgal er hins vegar í algjöru aukahlutverki hjá Arsenal á þessu tímabili.
Cedric er 31 árs gamall en hann lék áður með Southampton áður en hann gekk í raðir Arsenal.
Fulham mun kaupa Cedric frá Arsenal hafi hann áhuga á því að færa sig um set í London en nýliðar Fulham hafa komið mikið á óvart á þessu tímabili.