Mark Hudson var um helgina rekinn úr starfi sem stjóri Cardiff. Myndband af því þegar hann fór heim og sagði strákunum sínum tíðindin hefur vakið mikla athygli.
Fyrir rúmu ári síðan var Hudson ráðinn í þjálfarateymi Cardiff og eiginkona hans tók upp myndband þegar hann sagði strákunum þeirra tíðindin.
„Þú ert goðsögn, ég ætla að segja öllum,“ sagði einn strákurinn við pabba sinn og var svo sannarlega stoltur af afrekum hans.
Hudson átti langan og farsælan feril sem leikmaður Cardiff. Hann hafði stýrt Cardiff undanfarið en var rekinn um helgina eftir níu leiki án sigurs.
Hudson fór heim til fjölskyldunnar og sagði strákunum tíðindin, þeir virkuðu niðurbrotnir en föðmuðu pabba sinn
„Ég hef velt því fyrir mér hvort ég eigi að birta þetta myndband eða ekki, það er persónulegt, það er hrátt, það sýnir það góða og slæma. Það er mjög auðvelt að birta bara hápunktana, fullkomnu hluti lífs þíns á samfélagsmiðlum, en það er ekki raunveruleikinn,“ segir eiginkonan og birtir myndbandið.