fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Þjóðarleiðtogar heimsins flykkjast til Davos – það gerir kynlífsverkafólk líka

Pressan
Þriðjudaginn 17. janúar 2023 16:30

Davos

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsviðskiptaráðstefnan í svissneska fjallabænum Davos hófst í gær og stendur til 20. janúar næstkomandi. Ráðstefnan, sem í ár ber yfirskriftina „Samstarf í sundruðum heimi“ og vísar einna helst til Úkraínustríðsins, er vettangur þar sem elíta heimsins hittist og ræðir málin.

Þjóðarleiðtogar og auðjöfrar flykkjast á ráðstefnuna en það sama gerir kynlífsverkafólk því mikil eftirspurn er eftir slíkri þjónustu frá gestum ráðstefnunnar. Daily Mail greinir frá þessu og vísar í umfjallanir hjá Bild og öðrum miðlum.

Sala vændis er lögleg í Sviss en þrátt fyrir það passar kynlífsverkafólk, sem selur þjónustu sína, sig á því að klæða sig upp í jakkaföt eða dragtir til þess að skera sig ekki úr í hópi gesta hátíðarinnar en hitta síðan viðskiptavini sína á hótelum bæjarins. Hinir valdamiklu viðskiptavinir vilja nefnilega ekki að vændiskaupin fari hátt.

Í umfjöllun The Times frá árinu 2020 kom fram að 100 kynlífsverkamenn flykkist til Davos ár hvert og selji elítunni þjónustu sína fyrir hátt verð. Búist er við því að eftirspurnin verði ekki minni í ár.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg