fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Varð fræg fyrir andlitshúðflúrin en er nær óþekkjanleg í dag

Fókus
Þriðjudaginn 17. janúar 2023 15:30

Myndin af Zebrasky sem fór eins og eldur í sinu um netið á sínum tíma.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alyssa Zebrasky, 31 árs kona frá Bandaríkjunum, vakti töluverða athygli í desember árið 2018 fyrir andlitshúðflúr sín. Myndir af Zebrasky, sem teknar voru  þegar hún var handtekin í Ohio ríki fyrir þjófnað og vörslu fíkniefna, fóru eins og eldur í sinu um internetið á sínum tíma vegna húðflúranna sem hún var með í andlitinu.

Núna hefur Zebrasky aftur vakið athygli en í þetta skiptið vegna þess að hún er að vinna í að losa sig við húðflúrin í andlitinu. Zebrasky segir að hún sé búin að segja skilið við fyrra líf sitt og að hún sé komin á réttu brautina. Hún er búin að fara í meðferð en vill nú losna við öll húðflúrin í andlitinu þar sem þau minna hana á fyrrverandi kærastann sinn.

Zebrasky segist hafa verið í óheilbrigðu sambandi með þessum fyrrverandi kærasta sínum. Hún hafi viljað ganga í gengið hans en til þess þurfti hún að fá sér húðflúrin í andlitið.

Í dag er Zebrasky, að eigin sögn, í mjög heilbrigðu sambandi. Hún segist vera stolt af sjálfri sér og að hún sé búin að læra að elska sjálfa sig.

Hún byrjaði að losa sig við húðflúrin í október árið 2019 en markmið hennar er að verða „eðlileg“ í augum fólks a ný. „Ég fer í búð og fólk starir á mig. Það lætur mér líða illa,“ er haft eftir henni á vefsíðu fyrirtækisins sem vinnur í að fjarlægja húðflúrin hennar.

„Ég vil að fólk horfi á mig sem venjulega manneskju. Ég lifi mínu lífi eins og hver annar.“

Búið er að fjarlægja húðflúrin á kinnunum hennar og á enninu en það er ennþá nóg eftir. Þrátt fyrir það er Zebrasky nær óþekkjanleg á nýlegri mynd sem hún deildi á Facebook en myndina má sjá hér fyrir neðan.

Alyssa Zebrasky – Mynd/Facebook
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?
Fókus
Í gær

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld
Fókus
Í gær

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fókus
Í gær

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu