Wanda Nara hefur afhjúpað sinn náttúrulega hárlit fyrir almenningi og eru margir hissa.
Wanda er umboðsmaður og fyrrum eiginkona knattspyrnumannsins Mauro Icardi.
Mál þeirra hafa oft verið í brennidepli. Þau hafa hætt saman og byrjað saman aftur ótal mörgum sinnum en nú virðist sambandi þeirra endanlega lokið.
Wanda var einnig umboðsmaður Icardi en hann lét hana fara eftir peningadeilur í kjölfar skipta hans frá Paris Saint-Germain til Galatasaray.
Hún hefur oft verið í fréttum og nú síðast fyrir að afhjúpa hárlit sinn.
Margir aðdáendur lýsa yfir undrun í athugasemdakerfinu en flestir eru sáttir.
Mynd af breytingunni má sjá hér að neðan.