Antonio Conte stjóri Tottenham verður samningslaus í sumar og Daily Mail segir frá því að staða hans sé í óvissu.
Conte tók við Tottenham á síðustu leiktíð og þar gekk allt vel en það hefur hallað undan fæti.
Tottenham hefur tapað fimm af síðustu níu leikjum sínum og forráðamenn Tottenham eru sagðir hafa áhyggjur.
Conte er ekki þekktur fyrir að stoppa lengi á hverjum stað, liðið spilar illa þessa dagana og framtíð Conte er því til umræðu.
Conte er afar sigursæll á ferli sínum en hann er í sínu öðru starfi á Englandi en hann varð enskur meistari með Chelsea.