Það er ekki eitt félag sem hefur boðið í miðjumanninn efnilega Jude Bellingham sem spilar með Dortmund.
Þetta staðfestir Sebastian Kehl, yfirmaður knattspyrnumála Dortmund, en Bellingham er orðaður við stærstu félög heims.
Bellingham er talinn vera einn efnilegasti miðjumaður Evrópu og þrátt fyrir að vera 19 ára gamall er hann lykilmaður í enska landsliðinu.
,,Það væri svo heimskulegt af mér og okkur að gefa frá okkur Jude Bellingham,“ sagði Kehl.
,,Við munum ræða við hann og hans fjölskyldu þegar sá tími kemur en eins og er þá er enginn pressa.“
,,Jude vill bara einbeita sér algjörlega að fótboltanum. Til að bæta við þá hefur ekki eitt einasta tilboð borist í hann.“