Manchester United er samkvæmt fréttum tilbúið að losa sig við þrjá leikmenn sem eru í algjöru aukahlutverki.
Erik ten Hag er á sínu fyrsta tímabili með Manchester United og hefur verið að fara í gegnum leikmannahópinn.
Þannig segir að Phil Jones sem hefur ekkert spilað undir stjórn Ten Hag má fara. Jones er með 110 þúsund pund á viku en samningur hans rennur út í sumar.
Jones og David De Gea komu báðir til United sumarið 2011 og hafa verið lengst allra hjá félaginu.
Axel Tuanzebe er einnig til sölu samkvæmt fréttum en varnarmaðurinn hefur ekki fundið taktinn, fyrir 18 mánuðum átti hann góða spretti hjá Aston Villa. Hann hefur hins vegar ekki náð takti á Old Trafford.
Þá segir í fréttum að Tom Heaton sé frjálst að fara en hann er þriðji kostur í markið. Hann er 36 ára gamall.