Glæsileg og björt íbúð á efri hæð í fjórbýli við Nesveg í Reykjavík er til sölu. Það er sérinngangur og tvær svalir með fallegu útsýni. Eignin er 114,8 fermetrar og á tveimur hæðum. Fallegur arinn í stofu og fallegir loftgluggar sem hleypa birtu í íbúðina svo plönturnar fá að njóta sín.
Ásett verð er 103,9 milljónir.
Þú getur lesið nánar um eignina og skoðað fleiri myndir á fasteignavef DV.