Fyrir viku síðan gaf Harry út sjálfsævisöguna Spare og er óhætt að segja að hún hafi valdið töluverðum usla. Fjölmiðlar keppast við að fjalla um sögur úr bókinni, breska konungsfjölskyldan neitar að bregðast við staðhæfingum hans og er fólk enn að jafna sig á mörgu því sem kemur fram, þar sem prinsinn lætur allt flakka.
Hann segir meðal annars frá því þegar hann fékk kal á typpið á Norðurpólnum. Hann áttaði sig ekki á því fyrr en hann kom heim, þetta var sem betur fer ekki alvarlegt. Vinur hans ráðlagði honum að bera krem frá Elizabeth Arden á kalið, en Harry þekkti kremið þar sem móðir hans var vön að bera það á varir sínar.
„Mamma notaði þetta á varirnar, viltu að ég seti það á skaufann (e. todger) á mér?“ sagði Harry við vin sinn.
„Um leið og ég opnaði kremið var eins og mamma væri í herberginu með mér. Ég setti krem á fingurinn og bar það á, þarna niðri.“
Klippa úr hljóðbókinni, þar sem Harry les upp þennan hluta bókarinnar, hefur vakið mikla athygli á TikTok.
@bridgetenielle Harry WHY WAS THIS NECESSARY #spare #princeharry #princeharryspare #meganandharry #audiobook ♬ original sound – greatbritishmemes
Sjónvarpskonan Megyn Kelly gagnrýnir Harry fyrir að deila þessari sögu með heiminum.
„Þessi saga um skaufann er svo áhugaverð að því leytinu að hún sýnir að hann skortir alla reisn,“ sagði hún í hlaðvarpsþættinum The Megyn Kelly Show.
Hún sagði einnig að þessi saga hafi sýnt að „að svo mörg okkar“ hafi ranglega kennt Meghan Markle alfarið um það að hjónin hafi slitið sig frá konungsfjölskyldunni.
„Engin eðlileg manneskja, hvað þá karlmaður, myndi skrifa um þetta,“ sagði hún.
„Hvaða karlmaður myndi deila þessari sögu […] sumt er of persónulegt fyrir aðra að vita.“