Knattspyrnusamband Íslands styður sameiginlega umsókn Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um að halda Evrópumót kvennalandsliða 2025.
Norðurlandaþjóðirnar fjórar skiluðu inn umsókn í tæka tíð í haust og koma til greina til að halda EM 2025.
Pólland, Frakkland og Sviss sækjast einnig eftir því að halda mótið í sitt hvoru lagi.
Danir ætluðu upphaflega að sækja um að halda mótið einir en slógust svo í hóp Finna, Norðmanna og Svía.
KSÍ styður umsókn landanna.
Ísland hefur tekið þátt í síðustu fjórum lokakeppnum Evrópumóts landsliða, síðast á Englandi í sumar.
🏆 Við styðjum umsókn Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar til að halda EM 2025.
🇩🇰🇫🇮🇳🇴🇸🇪
⚽️ We support the bid from these four Nordic countries to host Euro 2025.#dottir pic.twitter.com/cxAIRSYdBR
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 17, 2023