B/R Football framleiðir oft ansi skemmtileg myndbönd og um helgina birtist eitt þeirra þar sem farið er yfir áhuga Liverpool á Jude Bellingham.
Vitað er af því að Liverpool er eitt þeirra liða sem vill kaupa Bellingham frá Dortmund í sumar.
Í myndbandinu tekur Jordan Henderson á móti Bellingham á æfingasvæði Liverpool, fer hann með honum yfir svæðið.
Á meiðslabekknum eru góðir menn sem þekkja svæðið vel og á æfingasvæðinu er Darwin Nunez að fara illa með færin.
Sagan er skemmtileg og endar á því að Bellingham fær skilaboð frá Madríd en Real Madrid vill einnig kaupa kauða.
— BeIIingham Show (@BeIIinghamShow) January 16, 2023