Það er hægt að fullyrða að leikur Manchester United sé mikið mun betri undir stjórn Erik ten Hag og öll tölfræði er á sama máli.
Ralf Rangnick lét af störfum síðasta sumar en hann og Ole Gunnar Solskjær stýrðu liðinu á síðustu leiktíð.
Á síðustu leiktíð vann United aðeins 20 leiki en nú hefur liðið bætt þá tölfræði sína og unnið 21 leik.
United hefur spilað 29 leiki á tímabilinu en á síðustu leiktíð spilaði liðið 48 leiki en vann aðeins 20 af þeim.
Ten Hag hefur bætt leik United talsvert en liðið hefur sem dæmi haldið oftar hreinu á þessu tímabili en allt síðasta tímabil.
Tölfræðin er hér að neðan.