fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Sádi-arabískir saksóknarar fara fram á dauðadóm yfir prófessor vegna samfélagsmiðlanotkunar hans

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 22. janúar 2023 07:30

Konur njóta ekki mikilla réttinda í Sádi-Arabíu frekar en aðrir landsmenn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í september 2017 var Awad Al-Qarni, 65 ára lagaprófessor, handtekinn af sádi-arabísku lögreglunni. Handtakan var sögð marka upphafið að aðgerðum hins nýja krónprins, Mohammed bin Salman, gegn stjórnarandstæðingum og gagnrýnendum.

The Guardian segir að samkvæmt dómskjölum þá krefjist saksóknarar dauðadóms yfir prófessornum fyrir meinta glæpi hans, þar á meðal að hafa notað Twitter og WhatsApp til að deila fréttum sem teljast „óhliðhollar“ sádi-arabískum stjórnvöldum.

Sádi-arabískir fjölmiðlar, sem lúta stjórn yfirvalda, hafa dregið þá mynd upp af Al-Qarni að hann sé hættulegur predikari en stjórnarandstæðingar segja að hann sé mikilvægur og virtur fræðimaður sem hafi átt sér marga fylgjendur, þar á meðal tvær milljónir á Twitter.

Baráttufólk fyrir mannréttindum og sádi-arabískir útlagar hafa varað við aðgerðum stjórnvalda og segja þau vera að taka mjög harkalega á einstaklingum sem eru taldir vera gagnrýnir í garð stjórnvalda. Má þar nefna að á síðasta ári var Salma al-Shehab, doktorsnemi við háskólann í Leeds á Englandi og tveggja barna móðir, dæmd í 34 ára fangelsi fyrir að vera með Twitteraðgang og fyrir að fylgja og endurtísta tístum stjórnarandstæðinga og aðgerðasinnar.

Önnur kona, Noura al-Qahtani, var dæmdi í 45 ára fangelsi fyrir að nota Twitter.

Notkun samfélagsmiðla og annarra samskiptaleiða var gerð ólögleg í Sádi-Arabíu eftir að krónprinsinn komst til valda.

Sádi-arabísk stjórnvöld og þarlendir fjárfestar, sem lúta stjórn yfirvalda, hafa að undanförnu aukið hlut sinn í bandarískum samfélagsmiðlum, þar á meðal Twitter og Facebook, auk afþreyingarfyrirtækja á borð við Disney.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljónamæringur arfleiddi heimabæ sinn að auðnum með einu skilyrði

Milljónamæringur arfleiddi heimabæ sinn að auðnum með einu skilyrði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking