Drengurinn var með uppköst og hægðatregðu í tvo daga og kvartaði undan magaverkjum. Af þeim sökum fóru foreldrar hans með hann á sjúkrahús.
Eftir rannsókn lækna komust þeir að þeirri niðurstöðu að hann væri með bráða botnlangabólgu. Hann var því sendur í aðgerð en samt sem áður var hann áfram með magaverki.
Fimm dögum eftir aðgerðina var hann því sendur í myndatöku og kom þá í ljós að hann var með armband í maganum. Þetta kom að vonum á óvart og þá sérstaklega í ljósi þess að áður hafði verið sagt að hann væri með bráða botnlangabólgu.
Armbandið var fjarlægt en þetta reyndist vera armband með 18 sexhyrndum segulperlum. Það hafði stíflað þarma hans og gert fjögur lítil göt á þá. Læknar gátu lokað götunum.
The Sun segir að drengurinn hafi jafnað sig fljótt að þessum hremmingum loknum.