fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Hafa áhyggjur af að örvænting muni grípa um sig ef við fáum skilaboð frá geimverum – „Verðum eins og hauslausar hænur“

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 22. janúar 2023 22:00

Fáum við fljótlega svar við spurningunni um hvort við erum ein í alheiminum?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var rannsóknarstöð á vegum SETI, sem leitar að merkjum um tilvist vitsmunavera á öðrum plánetum, opnuð við St Andrews háskólann í Skotlandi. Verkefni vísindamannanna þar er meðal annars að reikna út hvernig við eigum að bregðast við ef við komumst í samband við vitsmunaverur frá öðrum plánetum.

Það liggur ljóst fyrir að ef geimverur myndu setja sig í samband við okkur á morgun, þá er mannkynið illa undir það búið og því verður að breyta sem fyrst að mati vísindamannanna.

„Sjáðu hvernig við klúðruðum hlutunum þegar COVID skall á. Við verðum eins og hauslausar hænur,“ sagði John Elliot, einn af forsvarsmönnum nýju rannsóknarstöðvarinnar, í samtali við The Guardian.

Hann sagði að við höfum ekki efni á að vera illa undir þetta búin. Þetta sé eitthvað sem geti gerst hvenær sem er og að við höfum ekki efni á að klúðra hlutunum.

Meginverkefni SETI er að skanna himinhvolfið og leita að merkjasendingum og öðrum ummerkjum um tilvist vitsmunavera á öðrum plánetum. Hlutverk Elliot og félaga hans er hins vegar að spyrja hvað gerist næst? Þá er átt við eftir að við komumst í samband við vitsmunaverur.

Verkefni Elliot er að samhæfa alþjóðleg viðbrögð ef geimverur setja sig í samband við okkur. Þetta er stórt og umfangsmikið verkefni sem krefst mikillar pappírsvinnu og skriffinnsku.

Hann sagði the Guardian að þörf sé á áætlunum og að draga upp ólíkar sviðsmyndir til að öðlast skilning á hvað þurfi að gera og hvernig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi