fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Pressan

Handtóku „Djöfulinn“eftir 30 ár á flótta – Fyrirskipaði sprengjuárásir og morð á 12 ára dreng

Pressan
Mánudaginn 16. janúar 2023 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þrjátíu ár hefur mafíuósinn Messina Denaro, foringi CostaNostra-mafíunnar á Sikiley, verið á flótta frá laganna vörðum. Þeim flótta lauk á dögunum þegar Denaro, sem er sextugur að aldri, var handtekinn þegar hann sótti sér læknisþjónustu vegna krabbameins í borginni Palermo á eyjunni fögru. Denaro hafði vanið komur sínar á læknastofuna í rúmt ár, undir dulnefninu Andrea Bonafede en þegar hann mætti í tíma á dögunum umkringdu lögreglumenn læknastofuna í Palermo en þá lagði Denaro á flótta. Hann komst út um dyr á læknastofunni sem lágu inn að bar sem er í sama húsi en þar var hann loks handtekinn.

Denaro hafði áður verið úrskurðaður, að sér fjarstöddum, í lífstíðarfangelsi fyrir þátttöku sína í morðunum á tveimur saksóknurum þeim Giovanni Falcone og Paolo Borsellino. Það segir ýmislegt um feril hans að hann  bar viðurnefnið „Djöfullinn“ og hann var sagður hafa montað sig af því að hann gæti fyllt heilan kirkjugarð af fórnarlömbum og var einn af helstu mafíuforingjum Sikileyjar.

Denaro er frá þorpinu Castelvetrano í Sikiley. Hann er meðal annars grunaður um aðild að sprengjuárásum í Flórens, Róme og Mílanó sem urðu samtals 10 manneskjum að bana á tíunda áratug síðustu aldar.

Árið 1993 tók hann þátt í að skipuleggja rán á 12 ára dreng, Guiseppe di Matteo og var ætlunin sú að neyða föður hans til þess að bera ekki vitni gegn meðlimum mafíunnar í sakamáli. Að endingu var drengurinn ungi kyrktur og lík hans leyst upp í sýru.

Denaro varð höfuð sikileysku mafíunnar árið 2022 þegar Salvatore Riina, sem kallaður var Skepnan, lést í nóvember á síðasta ári.

Þegar fregnir af handtöku Denaro fóru að dreifast um Palermo fögnuðu íbúar á götunum úti og tóku margir í spaðann á meðlimum ítölsku herlögreglunnar sem voru við störf þann daginn.

Ítalski forsætisráðherrann Giorgia Meloni fagnaði handtökunni ákaft og sagði hana mikinn sigur fyrir ríkisvaldið sem gæfist aldrei upp í baráttunni gegn mafíunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?