Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, er meðal þeirra fjölmörgu Íslendinga sem hafa staðið vaktina í handboltahöllinni í Kristianstad síðustu og stutt Strákana okkar til dáða. Svonefnd „Kiss-cam“ hefur vakið mikla athygli í höllinni á leikjum liðsins en lendi áhorfendur í mynd er ætlast til þess að þeir smelli kossi á sessunaut sinn, hver svo sem hann er.
Í hálfleik á leik dagsins gegn Suður-Kóreu lenti Bogi Nils í áðurnefndri myndavél og nú voru góð ráð dýr. Forstjórinn er vanur að leysa erfið verkefni á borð við kjaraviðræður við flugmenn og flugþjóna og skorast ekki undan á ögurstundu. Það vakti því mikla kátínu íslenskra áhorfenda þegar Bogi Nils smellti rembingskossi á munn sessunautar síns en á þessari stundu er með öllu óvíst hvort Bogi Nils þekkti manninn eða ekki, þó að það verði að teljast líklegt.
Ekki hefur enn borist mynd af þessum stórleik forstjórans en íþróttafréttaritarinn Henry Birgir var ánægður með uppátækið!
Bogi Nils kyssti einhvern félaga sinn á Kiss Cam í hálfleik. Hér sé stuð.
— Henry Birgir (@henrybirgir) January 16, 2023