Það má vera að S-Kórea hafi aðeins verið inni í leiknum gegn Íslandi í fyrri hálfleik, á HM í handbolta í Svíþjóð, en í síðari hálfleik sáu Kóreumennirnir aldrei til sólar gegn spræku íslensku liði sem stöðugt jók við forskotið. Staðan í hálfleik var 19:13 en lokatölur urðu 38:25, 13 marka sigur.
Viktor Gísli Hallgrímsson fór hamförum í markinu og varði 17 skot.
Óðinn Þór Ríkharðsson kom mjög sterkur inn í liðið í dag og var markhæstur með 11 mörk. Bjarki Már Elísson skoraði 8 mörk og Viggó Kristjánsson 6.
Ísland er komið í milliriðil eftir þennan sigur og mætir þar Svíþjóð í fyrsta leik síðar í vikunni.
Sérstæðir keppnisbolir S-Kóreu manna vöktu athygli netverja og Sigurður Mikeal hafði þetta segja á Twitter:
Mikið svona fermingadrengir í jakkafötum af pabba sínum- vibes af þessum treyjum hjá S-Kóreumönnum. Kómískt stórar. #hmruv
— S. Mikael Jónsson (@S_Mikael_J) January 16, 2023
Hér koma fleiri tíst um leikinn:
Afhverju er Aron að byrja í seinni hálfleik? Algjör óþarfi að spila honum í svona leik
— Davíð Már (@DavidMarKrist) January 16, 2023
Hef aldrei heyrt þjóðsönginn spilaðan svona hratt
— Sóley spæjó (@sajonsd) January 16, 2023
Takk Bjarki minn.
Lokum þessu með 12 mörkum svo! 🇮🇸 pic.twitter.com/A16qExVv5W
— Egill Einarsson (@EgillGillz) January 16, 2023
Er að fara að spyrja Bjarka Má í beinni. Hvaða spurningu viljið þið fá?
— Logi Geirsson (@logigeirsson) January 16, 2023
Flestir Kóreumennirnir heita Kim eða Lee. Mér finnst það mjög ruglandi… #hmruv
— Ágústa Arna (@djammstrumpurin) January 16, 2023