Arsenal vill framlengja samning William Saliba sem fyrst.
Núgildandi samningur miðvarðarins unga rennur út eftir næstu leiktíð.
Saliba hefur verið einn besti leikmaður Arsenal á þessari leiktíð. Hann gekk í raðir félagsins 2019 en hefur verið lánaður út til Saint-Etienne, Nice og Marseille.
Á þessari leiktíð hefur hann hins vegar fest sig í sessi.
„Ég er svo ánægður hér. Félagið er að tala við mig og umboðsmanninn minn,“ segir Saliba.
„Það eina sem ég get gert er að einbeita mér að fótboltanum.“
Saliba er franskur landsliðsmaður og ljós að fjöldi félaga hefði áhuga á að hafa hann innan sinna raða.