Á vef Daily Mail er birt mynd af umdeilda atvikinu úr Manchester slagnum þar sem búið er að taka Marcus Rashford af myndinni.
Manchester United vann grannaslaginn í Manchester um helgina er liðið spilaði gegn Manchester City. Öll mörk leiksins voru skoruð í seinni hálfleik en Jack Grealish kom þeim bláklæddu yfir.
Bruno Fernandes og Marcus Rashford sáu um að tryggja Man Utd sigurinn með mörkum undir lok leiks.
Markið sem Fernandes skoraði er afar umdeilt, boltinn var sendur í gegn á Marcus Rashford sem var rangstæður. Rashford snerti hins vegar ekki boltann en Manuel Akanji var að elta Rasfhord.
Bruno Fernandes áttaði sig á stöðunni og hljóp að boltanum og skoraði. VAR og dómarinn tóku ákvörðun um að láta markið standa þar sem Rashford snerti aldrei boltann.
Margir eru hins vegar ósammála dómnum og þegar Rashford er tekinn af myndinni sést að hann hafði töluverð áhrif á gang mála.