Einum stuðningmanni Brighton leiddist eitthvað á leik liðsins um helgina þegar liðið tók á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.
Brighton vann sannfærandi sigur á Liverpool í leiknum, nokkuð óvæntur 3-0 sigur var staðreynd.
Nú fer líkt og eldur í sinu á veraldarvefnum, mynd af stuðningsmanni Brighton sem skellti sér í símann á leiknum.
Það þóttu nú ekki neinar sérstakar fréttir en karlmaðurinn knái fór að lesa þráð á Twitter, þráðurinn snerist um það hvernig skildi sjúga getnaðarlim.
Maðurinn virðist hafa farið vel yfir þráðinn en fólkið sem sat fyrir aftan hann tók eftir því og smellti mynd af kauða.
„Hvernig skal totta typpi (Þráður),“ stóð á skjánum hjá manninum eins og sjá má hér að neðan.
— Out Of Context Football (@nocontextfooty) January 15, 2023