„Manchester City mun vinna deildina,“ sagði Gary Neville sérfræðingur Sky Sports eftir að Arsenal vann Tottenham í gær og náði átta stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Neville heldur því fram að City muni ná vopnum sínum og að Arsenal fari að gefa eftir, Neville spáir því að Arsenal endi ekki einu sinni í öðru sæti deildarinnar.
„Ég held að Manchester United endi í öðru sæti, ég veit að þetta mun pirra Arsenal stuðningsmenn.“
1️⃣ Man City
2️⃣ Man United
3️⃣ Arsenal@gnev2 predicts both Manchester clubs to finish above Arsenal 😅 pic.twitter.com/SJlUD4z9lf— Football Daily (@footballdaily) January 16, 2023
Hann vonast þó til þess að Arsenal haldi takti. „Ég vil frekar sjá Arsenal vinna deildina frekar en City, það væri frábært fyrir enska boltann.“
City hefur haft mikla yfirburði síðustu ár en eftir tap þeirra gegn United um helgina er Arsenal komið í frábæra stöðu þegar mótið er hálfnað.