Lið Chelsea er búið að staðfesta komu vængmannsins Mykhailo Mudryk frá Shakhtar Donetsk. Mudryk kotar Chelsea um 100 milljónir evra en hann var lengi skotmark Arsenal í þessum glugga.
Arsenal neitaði þó lengi að borga eins hátt verð og Chelsea sem hafði því betur að lokum.
Ensk blöð segja svo frá því í dag að Arsenal hafi aðeins viljað borga Mudryk 50 þúsund pund á viku. Chelsea var hins vegar klárt með 100 þúsund pund á viku.
Chelsea staðfesti komu Mudryk á heimasíðu sinni í gær en hann gerir samning til ársins 2030.
Mudryk er 22 ára gamall kantmaður sem ógnar með hraða sínum og krafti en hann gæti spilað sinn fyrsta leik gegn Liverpool á næsta laugardag.