fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Úkraínski herinn hefur fengið óvæntan og hjálpsaman bandamann

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. janúar 2023 19:00

Úkraínskir hermenn á vígvellinum. Mynd:Úkraínska varnarmálaráðuneytið/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mildur vetur hefur orðið til þess að úkraínski herinn hefur getað slakað aðeins á við landamærin að Hvíta-Rússlandi en Úkraínumenn óttast að Hvítrússar muni blanda sér í stríðið og ráðast inn í Úkraínu. En það er ekki bara milda veðrið sem kemur Úkraínumönnum til hjálpar því þeir hafa eignast óvæntan og hjálpsaman bandamann á þessu svæði.

Akrar undir vatni, meters þykk leðja og ófært land. Það er þetta sem einkennir landamæri Úkraínu og Hvíta-Rússlands þessa dagana. Háttsettur úkraínskur herforingi sagði nýlega að þetta væri Úkraínu í hag ef Rússar og Hvít-Rússar ráðast inn í landið frá Hvíta-Rússlandi.

Valerii Zaluzhnyi, æðsti yfirmaður úkraínska hersins, varaði við slíkri árás nýlega í samtali við The Economist. Þá sagði hann að Rússar væru að undirbúa 200.000 óþreytta hermenn undir innrás og sagðist hann ekki í neinum vafa um þeir muni aftur reyna að ná Kyiv á sitt vald.

Eins og áður sagði þá er veðrið Úkraínumönnum hliðhollt þessa dagana. Viktor Rukin, yfirmaður Volyn-herdeildarinnar, sem er staðsett við hvítrússnesku landamærin, sagði að veðrið og ár sem flæða yfir bakka sína hjálpi til við varnir landsins.

Það skemmir ekki fyrir að bjórar eru fjölmargir á þessu svæði og þeir eru lúsiðnir og byggja stíflur í gríð og erg. Serhiy Khominskyi, talsmaður Volyn-herdeildarinnar, sagði í samtali við Reuters að venjulega eyðileggi fólk stíflur bjóranna en það hafi ekki verið gert í vetur vegna stríðsins. Þetta hafi í för með sér að nú sé vatn úti um allt og það sé úkraínska hernum hagstætt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti