fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Pútín sagður senda særða og veika hermenn á vígvöllinn

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. janúar 2023 05:40

Rússneskir hermenn í Úkraínu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir að rússneskir hermenn séu mjög veikir eða alvarlega særðir fá þeir ekki að slaka á og jafna sig því þeir eru að sögn sendir strax aftur á vígvöllinn í Úkraínu.

Þýski miðillinn Focus skýrir frá þessu og segir að Vladímír Pútín, forseti, og herforingjar hans taki ekki lengur tillit til heilsufarsástands hermanna.

Miðillinn byggir þessa frétt sína á upplýsingum frá óháðu fréttastofunni Agentstvo. Valentina Melnkikov, ritari samtakanna „Mæðranefndin“, sem eru samtök kvenna sem eiga syni eða eiginmenn á vígvellinum, tjáði sig um þetta við miðilinn. Hún sagði að að „óásættanlega hátt hlutfall hermanna sé sent aftur á vígvöllinn, þrátt fyrir að þeir séu ekki bardagafærir“.

Hermenn með alvarlega lungnabólgu hafa að sögn verið sendir beint aftur á vígvöllinn. Það sama á við um menn með alvarlega líkamlega áverka, þeir eru að sögn sendir aftur á vígvöllinn áður en þeir fá nokkru meðhöndlun að ráði. Það sama er sagt eiga við um unga menn sem hafa fengið heilablóðfall.

Heilbrigðisstarfsfólk í Moskvu er einnig sagt vera byrjað að kvarta undan þessu og mannúðarsamtök taka undir þær kvartanir.

„Við upplifum mál þar sem hermenn, sem hafa fengið nútíma læknismeðferð í hæsta gæðaflokki, fá ekki þá hvíld sem þeir þurfa né endurhæfingu og eru sendir beint aftur á vígvöllinn,“ sagði Olga Demitsjeva, hjá samtökunum Dr. Liza‘s Fair Help.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum
Fréttir
Í gær

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar