fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Áfallasaga Sigurbjargar er lituð af misnotkun og neyslu – „Ég fór í geðrofi til Ítalíu til að biðja kærastann um að giftast mér‟

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 15. janúar 2023 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurbjörg Vera er 27 ára landsbyggðatútta eins og hún orðar það. Hún er nýjasti viðmælandi hlaðvarpsins Sterk saman.

Sigurbjörg ólst upp til skiptis í Grundarfirði og á Egilsstöðum en foreldrar hennar fluttu oft þvert yfir landið með börnin sín tvö en það þótti Sigurbjörgu erfitt enda átti hún erfitt með að mynda vináttusambönd vegna þessa.

Skólaganga lituð einelti

Einelti litaði skólagöngu hennar alla tíð og alveg frá byrjun upplifði hún sig ekki passa inn hjá jafnöldrum sínum.

Móðir Sigurbjargar er og var veik af geðhvörfum en faðir hennar óvirkur alkahólisti svo það var ekki áfengi á hennar heimili.

„Ég og vinkonur mínar vorum farnar að stelast til að smakka áfengi heima hjá þeim um 10 ára aldur og fannst það mjög spennandi. Við reyktum líka stubba sem við fundum úti“, segir hún og bætir við að henni hafi þótt heimili vinkvenna sinna miklu meira spennandi en sitt því þar var áfengi.‟

Þegar eineltið, sem virtist vera viðvarandi í lífi Sigurbjargar, var sem verst gat hún alltaf leitað til systur sinnar sem er sex árum eldri og þær nánar.

Síendurtekið kynferðislegt ofbeldi

Á unglingsárunum versnaði líðanin mikið og Sigurbjörg leitaði í félagsskap eldri krakka sem farnir voru að nota vímuefni. Á þessum tíma lenti hún í endurteknu kynferðislegu ofbeldi, sá enga framtíð og taldi víst að sín örlög væru að svipta sig lífi.

Sigurbjörg flutti í Neskaupstað eftir erfitt fyrsta ár í framhaldsskóla á Egilsstöðum, þar gat hún verið hún sjálf í fyrsta skipti, tók þátt í leiksýningum og söngkeppnum þar til neyslan tók völdin.

Leiðin lá til Reykjavíkur eftir að hafa matchað við strák á Tinder.

„Ég flutti til hans í Mosó og við tók mikið djamm, þannig hugsaði ég um Reykjavík.

Ég ákvað strax að flytja suður og sagðist elska hann á fjórða degi, smá alkahólískt,‟ segir hún og hlær.

Vildi breyta

Þessu sambandi lauk eftir að Sigurbjörg heimsótti kærastann til Ítalíu og bað hann að giftast sér, í geðrofi, vegna samviskubits þar sem hún hafði verið óheiðarleg á meðan hann fór utan að taka upp tónlist.

„Þegar ég segi frá þessu er eins og ég sé að segja frá annarri manneskju, þetta er svo langt frá því að vera ég í dag.‟

Sigurbjörg náði ágætum edrú tíma en þó án þess að vinna í sínum áföllum en hún á langa og stóra áfallasögu. Þær edrúgöngur enduðu með því að hún fór í afvötnun einn daginn eftir óvænt fyllerí og fann að hún vildi breyta.

Löng bið eftir hjálp í kerfinu

Töluvert löngu síðar, u.þ.b. 20 mánuðum, lenti hún aftur í kynferðisofbeldi og þá edrú en munurinn var að hún gat leitað í þau verkfæri sem edrúmennskan, sporavinnan og sjálfsvinnan höfðu gefið henni í stað þess að flýja í hugbreytandi efni.

Sigurbjörg leitaði til bráðamóttöku og heilsugæslu en biðin eftir aðstoð til að vinna úr áfallinu, sem triggeraði öll gömlu áföllin, var svo löng að eina sem hún sá í stöðunni var gamla hugsunin um að enda líf sitt, hana langaði bara að lifa.

Hún heyrði af því að fólk færi í meðferð þrátt fyrir að hafa ekki fallið og fékk inn á Krýsuvík þar sem hún vann úr sínum áföllum með ráðgjöfum og tók enn dýpri sporavinnu.

Það má hlusta á viðtalið við Sigurbjörgu Veru í heild sinni í hlaðvarpinu Sterk saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ástæðan fyrir að Friends eru enn vinsælir 20 árum eftir lok þáttanna

Ástæðan fyrir að Friends eru enn vinsælir 20 árum eftir lok þáttanna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Pabbarnir eru nánast algjörlega fjarverandi“

„Pabbarnir eru nánast algjörlega fjarverandi“