Marco Silva, stjóri Fulham, virðist hafa staðfest það að félagið sé á eftir bakverðinum Cedric Soares sem spilar með Arsenal.
Cedric er ekki aðalmaðurinn hjá Mikel Arteta á Emirates og gæti verið fáanlegur áður en janúarglugginn lokar.
Tveir aðrir leikmenn, Rick Karsdrop og Hamari Traore hafa verið orðaðir við Fulham en þeir eru ekki á leiðinni að sögn Silva.
,,Þessir tveir [Karsdrop og Traore], þær sögusagnir eru ekki sannar,“ sagði Silva á blaðamannafundi.
,,Ég mun ekki segja hvort sögusagnirnar um Cedric séu réttar eða ekki en hinar tvær eru ekki réttar. Við erum að skoða þessa stöðu.“
,,Ég ætla ekki að fela það frá ykkur en við getum sleppt því að tala um hina tvo.“