Nýjasta undrabarn Manchester United, Kobbie Mainoo, hefur tjáð sig um eigin framtíð.
Mainoo vakti athygli í vikunni er hann fékk að byrja fyrir lið Man Utd gegn Charlton í enska deildabikarnum.
Um var að ræða leik í 8-liða úrslitum en Mainoo er aðeins 17 ára gamall og þykir gríðarlegt efni.
Gleðifréttirnar fyrir stuðningsmenn Man Utd eru þær að Mainoo hefur aðeins áhuga á að spila fyrir Rauðu Djöflana og horfir ekki annað.
Hann vonast til að fá fleiri tækifæri á tímabilinu og er markmiðið að leika á Old Trafford sem lengst.
,,Það að vera hér áfram og fá að spila fleiri leiki er markmiðið. Ég vil vera um kyrrt hjá þessu félagi. Ég hef verið hér allt mitt líf,“ sagði Mainoo.