Lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af 206 ökumönnum innanbæjar í Reykjanesbæ milli klukkan 10:30 og 11:30 í morgun og kannaði ástand þeirra og réttindi meðal annars. Af þessum 206 ökumönnum var tveimur gert að hætta akstri þar sem þeir blésu undir viðmiðunarmörkum en 2 ökumenn voru kærðir vegna gruns um ölvun við akstur.
Þetta kemur fram í færslu sem lögreglan á Suðurnesjum birti á Facebook-síðu sinni í dag. Þá kemur fram að allir hinir ökumennirnir sem voru stöðvaðir hafi framvísað ökuskírteinum og að allt hafi verið á hreinu hjá þeim.
Með færslunni birti lögreglan svo ljósmynd en tekur þó fram að myndin er ekki af þeim lögreglumönum sem sinntu eftirlitinu í morgun. Hins vegar er um að ræða fyrstu ljósmyndina sem tekin var af „gömlu“ lögreglustöðinni við Hafnargötu. Myndina má sjá í færslunni hér fyrir neðan.