fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

„Að öllum líkindum er fólk að taka hundinn heim og bíða þess að boðin séu fundarlaun“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 15. janúar 2023 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hundurinn Vera og hvolpurinn hennar Snow sluppu frá heimili sínu í Reykjanesbæ síðastliðið föstudagskvöld. Nokkrum klukkustundum eftir að mæðginin týndust sást til þeirra við Grænás í bænum og um nóttina við verslun Nettó við Iðuvelli. Um hálftíma eftir að hundarnir sáust við Iðuvelli sást manneskja taka Veru upp í bíl en síðan hefur ekki sést til hennar. Snow fannst í gær við flugvöllinn en ennþá hefur ekkert spurst til Veru.

Fréttablaðið fjallar um málið og ræðir við Eygló Önnu Guðlaugsdóttur, sjálfboðaliða á vegum Dýrfinnu, en grunur liggur á að manneskjan sem tók Veru upp í bílinn hafi gert það af ásettu ráði og sé nú að bíða eftir því að boðin verði fundarlaun fyrir hana.

„Við höfum séð svona mál áður, á þessu svæði. Þar var silkiterrier tík sem týndist í rigningu en birtist svo allt í einu þurr, tandurhrein og í góðum holdum á eina gangstéttina í Reykjanesbæ. Að öllum líkindum er fólk að taka hundinn heim og bíða þess að boðin séu fundarlaun,“ segir Eygló í samtali við Fréttablaðið.

Að sögn Eyglóar eru oft boðin há fundarlaun fyrir hunda sem finnast ekki. Sú er raunin fyrir Veru líka en eigendur hennar vonast til að sá sem tók hana gefi sig fram við það. Vera var tekin í kringum svæði sem kallast Hólmgarður en ef svo vill til að einhver á svæðinu er með myndavélar þá segir Eygló að Dýrfinna myndi þyggja aðstoð frá viðkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum
Talaði Trump af sér?
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo
Fréttir
Í gær

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“