Pep Guardiola, stjóri Manchester City, er búinn að játa sig sigraðan í baráttunni um enska meistaratitilinn.
Guardiola sá sína menn tapa 2-1 gegn Manchester United í gær og þá er liðið einnig úr leik í enska deildabikarnum.
Man City er enn aðeins fimm stigum á eftir Arsenal sem er á toppi deildarinnar en Guardiola virðist hafa enga trú á að liðið geti náð toppsætinu fyrir sumarið.
,,Mér er alveg sama um ensku úrvalsdeildina og deildabikarinn, við getum ekki unnið,“ sagði Guardiola.
,,Við höfum unnið mikið svo það er ekkert vandamál. Vandamálið er hvernig frammistaðan er. Við einbeitum okkur aðallega að henni.“